NTC

Græni hatturinn fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tónlistar

Græni hatturinn fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tónlistar

Á degi íslenskrar tónlistar í gær hlaut Græni hatturinn á Akureyri viðurkenninguna Gluggann sem er veittur þeim verkefnum sem þykja sýna íslenskri tónlist sérstaka athygli.

Græni Hatturinn hefur skipað sér á stall sem einn vinsælasti og rótgrónasti tónleikastaður landsins bæði hjá hljómsveitum og tónleikagestum á undanförnum árum.

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur árlega. Deginum er fagnað á margvíslegan hátt og leika margar útvarpsstöðvanna eingöngu íslenska tónlist þennan dag. Efnt var til dagskrár í tilefni dagins á fjölum Iðnó við tjörnina í Reykjavík þar sem þau sem hafa stutt við bak íslenskrar tónlistarmenningar fengu viðurkenningar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó