Hópur Grænlendinga ætlar að hittast fyrir utan ræðismannsskrifstofu Íslands í Nuuk, höfuðborg Grænlands, klukkan sjö í kvöld til að kveikja á kertum fyrir Birnu Brjánsdóttur.
Grænlendingar taka málið mjög nærri sér en lögreglan hefur tvo grænlenska skipverja í haldi sem taldir eru tengjast málinu.
„Þetta mál hefur haft djúpstæð áhrif á mig og allt þjóðfélagið,“ sagði Aviâja E. Lynge í samtali við grænlensku fréttavefsíðunni Sermitsiaq AG.
„Við eigum náin tengsl við Ísland og viljum sýna samúð,“ bætti Aviâja E. Lynge við.
UMMÆLI