Götur Akureyrar þvegnar í næstu viku

Akureyri

mynd Kaffið.is/Jónatan

Síðustu vikur hefur verið unnið að því að sópa götur bæjarins. Vegna þeirra húsagatna sem á eftir að sópa verður skilti sett upp fyrirfram til þess að gefa til kynna fyrirhugaða hreinsun. Þar verða bifreiðaeigendur beðnir um að færa bíla sína úr götunni á ákveðnum tíma þannig að hægt sé að sópa. Þetta gildir ekki um stæði inn á lóðum því þrif þeirra er á höndum húseigenda.

Í næstu viku verður síðan byrjað að því að þvo götur bæjarins. Ekki var gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun bæjarins og því er óskað eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.500.000 til verkefnisins.

Nú eru sex ár síðan götur Akureyrar voru síðast þvegnar en það var árið 2012 á 150 ára afmæli bæjarins.
Þvotturinn kemur til með að taka nokkrar vikur og þá sópaðar aftur á ný eftir þrifin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó