Götulokanir vegna Jólatorgs

Götulokanir vegna Jólatorgs

Sunnudaginn 1. desember kl. 15 verður Jólatorg á Akureyri formlega opnað og sama dag verða ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi tendruð. Til að allt gangi snurðulaust fyrir sig verður nokkuð um götulokanir í miðbænum.

Þær lokanir sem nú er tilkynnt um gilda einnig fyrir helgarnar 7.-8. og 14.-15. desember þegar Jólatorgið verður opið.

Með Jólatorginu verður sköpuð hátíðleg aðventustemning á Ráðhústorgi. Þar verður til sölu ýmis varningur sem yfirleitt tengist hátíðarhöldunum og boðið upp á dagskrá fyrir börn og fullorðna þá daga sem Jólatorgið er opið.

Allar nánari upplýsingar um Jólatorgið er að finna á jólatorg.is.

Komdu á Jólatorg og kíktu á viðburðina á Facebook:

Jólatorg 14.-15. desember

Jólatorg og jólatré sunnudaginn 1. desember

Jólatorg 7.-8. desember

Tilkynning: Akureyri.is

Teikning: blekhonnun.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó