Þann 4. september næstkomandi byrjar verkefnið Göngum í skólann.
Þetta er í átjánda sinn sem að verkefnið er sett af stað hér á landi og er markmið verkefnisins að hvetja börn og foreldra til þess að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla. Verkefnið stuðlar því að bæði líkamlegri- og andlegri vellíðan hjá börnum og fullorðnum ásamt því að auka færni barna í að ferðast á öruggan máta í umferðinni.
Í fréttinni frá Íþróttabandalagi Akureyrar segir „Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti.“
Setning verkefnisins verður í Brekkuskóla á Akureyri og hvetur ÍBA fólk til þess að taka þátt og auka þar með hreyfingu fjölskyldunnar.
Nánar um verkefnið er hægt að lesa hér.
UMMÆLI