Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja í sumar

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja í sumar

Frá og með mánudeginum 3. júní og út ágúst verður göngugatan á Akureyri lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

Málið var til umræðu og afgreitt á fundi bæjarstjórnar 6. júní 2023 þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum:

Lagt er til að Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr. verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst kl. 11 – 19 sumarið 2023. Jafnframt er lagt til að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kallað göngugata verði lokað alla daga, allan sólarhringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila líkt og áður.

„Vonandi verður mikil veðurblíða í allt sumar og þá er um að gera að njóta miðbæjarins og göngugötunnar án umferðar vélknúinna ökutækja,“ segir á vef bæjarins.

Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó