Göngudeild SÁÁ á Akureyri líklega ekki lokað

Göngudeild SÁÁ á Akureyri líklega ekki lokað

Vonir standa til að ríkið komi að borðinu og geri þjónustusamning við SÁÁ um rekstur göngudeilda og göngudeild SÁÁ á Akureyri loki því ekki. Þá er bæjarstjórn Akureyrar tilbúin að styðja við starfsemina betur en áður.

Sjá einnig: SÁÁ hættir starfsemi á Akureyri

Í frétt RÚV um málið segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, bjartsýnni en áður á að göngudeildin verði áfram opin. Þar skipti miklu að bæjarstjórnin vilji koma að starfseminni með kröftugri hætti en verið hefur. Bærinn hefur undanfarið greitt rúmar fimm milljónir með rekstrinum á ári. „Ég tel mjög góðar líkur á því. Þetta var mjög góður fundur sem við áttum með Akureyringunum og allir eru af vilja gerðir að halda þessu opnu. Þetta verður örugglega opið, að minnsta kosti eitt ár enn,“ segir Arnþór.

Enginn þjónustusamningur við ríkið hefur verið um göngudeildir frá 2014. „Hvorki hér í Reykjavík, á Akureyri eða annars staðar, þannig að við erum að reka þetta meira og minna fyrir okkar eigin fjáraflanir. Þetta er orðið mjög þröng staða hjá okkur. Vonandi kemur ríkið núna og léttir undir með okkur og gerir við okkur samning,“ segir Arnþór.

Sjá einnig: Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar funduðu með SÁÁ: „Við ætlum að gera allt sem við getum“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó