NTC

Golfklúbbur Akureyrar opnar nýjan sex holu völl

Dúddisen völlur. Mynd af gagolf.is

Dúddisen völlurinn var opnaður við hátíðlega athöfn á Akureyri í dag en völlurinn er skírður í höfuðið á golfgoðsögninni Stefán Hauki Jakobssyni en það var einmitt hann sem sló fyrsta höggið á þessum nýja sex holu golfvelli.

Allar holur vallarins eru par 3 og er það von Golfklúbbs Akureyrar að þarna geti kylfingar æft stuttu höggin auk þess sem völlurinn mun gegna lykilhlutverki í barna- og unglingastarfi klúbbsins næstu árin.

Hér að neðan má sjá myndband af fyrsta högginu en það var afar gott og lenti kúlan rétt í grínkanti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó