Góður auglýsingagluggi fyrir Brynjar Inga

Góður auglýsingagluggi fyrir Brynjar Inga

Akureyringurinn Brynj­ar Ingi Bjarna­son, knattspyrnumaður úr KA, hefur staðið sig frábærlega með ís­lenska landsliðinu í knatt­spyrnu í þrem­ur vináttu­lands­leikj­um undanfarið. Brynjar hefur spilað vel í vörn Íslands og nýtt tækifærið vel og þá skoraði hann glæsilegt mark í 2-2 jafntefli gegn Póllandi í gær.

Sjá einnig: Stórglæsilegt fyrsta landsliðsmark Brynjars Inga

Brynj­ar er aðeins 21 árs gam­all en hann hefur aldrei verið valinn í landslið Íslands áður, ekki í neinum aldursflokki. Nú hefur hann spilað þrjá A-landsliðsleiki gegn Mexí­kó, Fær­eyj­um og Póllandi. Brynjar var í byrjunarliði Íslands í öllum leikjunum og stóð sig vel í þeim öllum.

„Þetta er bara rosa­lega stórt fyr­ir mig. Þetta er stór gluggi fyr­ir mig að sýna hvað ég get gert og hverju ég vil áorka. Þetta var góður aug­lýs­inga­gluggi fyr­ir mig og mér finnst ég vera að stíga þetta skref mjög vel,“ sagði Brynj­ar Ingi í viðtali á RÚV eftir leikinn gegn Póllandi í gær en viðtalið í heild má sjá hér.

Akureyri.net greindi frá því í gær að KA hafi borist að minnsta kosti tvö tilboð erlendis frá í miðvörðinn öfluga. Að sögn miðilsins eru tilboðin frá Ítalíu og Rússlandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó