NTC

Góðgerðar- og menningarkaffihús í Síðuskóla á Barnamenningarhátíð

Góðgerðar- og menningarkaffihús í Síðuskóla á Barnamenningarhátíð

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, verður 5. bekkur í Síðuskóla á Akureyri með Góðgerðar- og menningarkaffihús hér í Síðuskóla milli klukkan 16:00 og 18:00.

Þar verður boðið upp á kaffi og djús, dansatriði og tónlistaratriði sem og andlitsmálningu fyrir börn. Hægt verður að kaupa meðlæti með kaffinu á vægu verði auk listmuna sem nemendur hafa verið að vinna að. Nemendur munu síðan afhenda Barnadeild SAK ágóðann af sölunni. Við hvetjum öll til að mæta!

 Hér er að finna hlekk á viðburðinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó