Glódís keppir fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í spretthlaupi

Glódís keppir fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í spretthlaupi

Glódís Edda Þuríðardóttir, úr Kraftlyftingarfélagi Akureyrar, leggur leið sína til Rieti á Ítalíu um komandi helgi þar sem hún keppir á fjölmennu unglingamóti í spretthlaupum.
Það er Frjálsíþróttasamband Ítalíu sem býður til Evrópukeppni í U16 spretthlaupum unglinga, í samstarfi við European Athletics á Rieti, Ítalíu 6.-7. október. Keppnin er haldin til kynningar á EM U18 ára sem fram fer í Rieti á Ítalíu 2020.

Bestu ungu spretthlaupurum evrópuþjóðanna í flokki U16, einum karli og einni konu, er boðin þátttaka í 80m hlaupi á hinum vinsæla Rieti leikvangi, sem mögulegir keppendur þar síðar, og til kynningar á mótinu í Rieti 2020.
Glódís hefur tekið góðum framförum undanfarin misseri hjá KFA og keppir nú fyrir Íslands hönd í fyrsta sinn ásamt Sindra Frey Seim Sigðurðssyni sem keppir fyrir hönd HSK en HSK, eða Héraðssambandið Skarphéðinn, er samband allra íþrótta- og ungmennnafélaga í Árnessýslu og Rangárvallasýslu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó