Gleðilegan Verkalýðsdag!Ljósmynd: Eining Iðja

Gleðilegan Verkalýðsdag!

Í dag er 1. maí, sem líkt og alþjóð er kunnugt er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Kaffið óskar lesendum sínum og verkafólki nær og fjær til hamingju með daginn.

Á Akureyri verður dagurinn haldinn hátíðlegur líkt og áður. Kröfuganga fer af stað frá Alþýðuhúsinu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar klukkan 14:00, en göngufólki er bent á að mæta klukkan 13:45. Hátíðardagskrá tekur svo við í Menningarhúsinu Hofi að kröfugöngu lokinni en fulla dagskrá má sjá með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó