Menntaskólinn á Akureyri datt út úr Gettu Betur spurningakeppni framhaldsskólanna í síðustu viku. Lið skólans laut í lægra haldi fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík.
Í undanúrslitaþáttum Gettu Betur er venjan að skólarnir bjóði upp á tónlistaratriði. Tónlistaratriði Menntaskólans var einkar glæsilegt. Eyfirðingurinn Birkir Blær Óðinsson flutti lag Ninu Simone Be My Husband í loop-útfærslu.
Hægt er að sjá atriði Birkis á vef RÚV hér.
Birkir flutti sama atriði í söngkeppni MA í febrúar. Þar lenti hann í öðru sæti og fékk verðlaun fyrir vinsælasta atriðið.
UMMÆLI