Gjörningur og myndlist í Mjólkurbúðinni um helgina

Gjörningur og myndlist í Mjólkurbúðinni um helgina

VAXA er sameiginleg listasýning Önnu Richardsdóttur og Brynhildar Kristinsdóttur sem haldin verður í Mjólkurbúðinni í Listagilinu nú um helgina. Brynhildur verður þar með myndlistarsýningu bæði laugardag og sunnudag en á laugardeginum mun Anna flytja þar hreyfi-innsetningu.

Sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 21. september og gjörningur Önnu hefst klukkan 14:15. Sýningin er svo opin klukkan 14:00 – 15:00 bæði laugardag og sunnnudag.

Í tilkynningu segir eftirfarandi um sýninguna:

Við pössum ekki alltaf inn í formin sem okkur eru úthlutuð. Í samfélögum manna hafa verið búin til sniðmát og kerfi sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum og eru fyrst og fremst að viðhalda eigin tilvist. Þau eru hætt að þjóna bæði mennskunni og jörðinni. Sum okkar kjósa að vaxa eins og rætur í allar áttir á meðan aðrir kjósa beinni brautir.

Gjörningur Önnu og geómetrísku verk Brynhildar á sýningunni vísa til mennskunnar og hugleiðinga um skelina og efnið. Hvað er fyrir innan, hvað er fyrir utan og hvernig viljum við vaxa

Frekari upplýsingar á Facebook viðburði sýningarinnar (Smella hér).

VG

UMMÆLI

Sambíó