Gjörningur og fjölskylduleiðsögn í Listasafninu um helgina

Gjörningur og fjölskylduleiðsögn í Listasafninu um helgina

Laugardaginn 26. október kl. 15 í Listasafninu á Akureyri færir Knut Eckstein sýningu sína, „ég hefenganáhuga á nokkrusemerstærraen lífið“ í endanlegt form með gjörningnum:

»what curios of signs […] in this allaphbed!
Can you rede […] its world?«1
[1] James Joyce, Finnegans Wake, London: Faber and Faber, S. 18, Zeilen 17-19

Sýningin var opnuð í sölum 02-03 5. október síðastliðinn. Knut Eckstein býður áhorfandanum upp á ákveðinn viðsnúning, eða ranghverfu – hvorki meira né minna en áhrifin, skynhrifin – af risavöxnu, þrívíðu landslagsmálverki sem hægt er að ganga inn í. Og ef til vill er hið hefðbundna og viðtekna orð málverk viðeigandi til þess að gefa áhorfendum einhverja nasasjón af þessu verki Knuts Eckstein, sem má án nokkurs vafa segja að sé stórfurðulegt.

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 27. október kl. 11-12 segir Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, börnum og fullorðnum frá sýningum Bjargar Eiríksdóttur, Fjölröddun, Knut Eckstein, „ég hefenganáhuga á nokkrusemerstærraen lífið“ og Halldóru Helgadóttur, Verkafólk. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó