NTC

Gjaldtaka fyrir bílastæði við flugvöllinn hefst á morgun

Gjaldtaka fyrir bílastæði við flugvöllinn hefst á morgun

Isavia Innanlandsflugvellir munu hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík þann 25. júní næstkomandi. Gjaldfrjáls tími á Akureyri og Egilsstöðum er lengdur úr 5 klukkustundum  í 14 klukkustundir og segir Isavia að „þannig [sé] komið myndarlega til móts við þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í umræðunni um gjaldtökuna.“

Gjaldtaka fer svona fram:

Á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum eru eitt gjaldsvæði. Þar eru fyrstu 14 klukkutímarnir gjaldfrjálsir. Eftir það leggst á gjald 1.750 kr. hvern sólarhring. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsgjaldið niður í 1.350 kr. og eftir 14 daga lækkar það niður í 1.200 kr. Eingöngu er hægt að greiða fyrir stæði í gegnum snjallforrit Autopay, í gegnum vefsíðu Autopay og með Parka appinu.

Allar bílastæðatekjur renna til viðkomandi flugvallar og eru ætlaðar til rekstrar og uppbyggingar bílastæða við flugvöllinn.

Nánari upplýsingar um gjaldtökuna á Akureyrarflugvelli má finna á vefsíðu flugvallarins með því að smella hér.

VG

UMMÆLI