Sveitarstjórn Þingeyjarsveitarsamþykkti við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2018, að skólamáltíðir við grunn- og leikskóla sveitarfélagsins verði gjaldfrjálsar fyrir alla nemendur skólanna árið 2018. Í mötuneytum skólanna er boðið upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu.
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segir við vefmiðilinn 641.is að þessi ákvörðun sveitarstjórnar sé liður í að bæta velferð barna og unglinga í sveitarfélaginu og hefur hún mælst vel fyrir og íbúar líst ánægju sinni með þetta framtak.
UMMÆLI