Gistinætur á hótelum í nóvember voru 298.300 sem er 44% aukning miðað við nóvember 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 48% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 17%. Þetta kemur fram í nýrri könnun Hagstofu Íslands.
Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum umfram landsmeðaltal en aukingin var alls 60% á svæðinu. Í Nóvember í fyrra voru næturnar 6.537 en í ár 10.589.
Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru Bretar og þar á eftir Bandaríkjamenn.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið.
UMMÆLI