NTC

Gísli á Uppsölum á Akureyri

 

Gísli á Uppsölum / Mynd: Árni Johnsen

Gísli á Uppsölum – Mynd: Árni Johnsen

Kómedíuleikhúsið mun sýna leikritið Gísli á Uppsölum í Hlöðu, Litla-Garði, hér á Akureyri, þann 14 og 15 október næstkomandi.  Leikritið fjallar um lífshlaup einbúans Gísla Oktavíusar Gíslasonar. Gísli birtist landsmönnum fyrst í Stiklum, þætti Ómars Ragnarssonar og snerti saga hans marga landsmenn.

Leikritið en einleikur og er skrifað af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Elfar leikstýrir og Þröstur Leó leikur Gísla.
Sýningarnar verða kl. 20.00 bæði kvöldin og hægt er að nálgast miða í síma 891-7021 eða í tölvupósti á komedia@komedia.is og er miðasala hafin. Að sýningu lokinni verða svo umræður um Gísla, lífið, einelti og áhrif þess.

HÉR má sjá viðtal við Ómars Ragnarssonar við Gísla úr sjónvarpsþættinum Stiklum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó