Gísli Páll framlengir við Þór

Gísli Páll skrifar undir

Varnarmaðurinn Gísli Páll Helgason framlengdi í dag samning sinn við Þór og mun því leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Gísli, sem er 26 ára gamall, er uppalinn Þórsari og hefur leikið stærstan part feril síns með félaginu, að undanskildum árunum 2012, 2013 og 2014 þar sem hann lék með Breiðablik í efstu deild.

Gísli er gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur verið að glíma við erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni síðustu 2 keppnistímabil.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó