NTC

Giorgio Baruchello gefur út bók

Giorgio Baruchello

Giorgio Baruchello

Út er komin bókin Ethics, Democracy, and Markets: Nordic Perspectives on World Problems sem ritstýrð er af Giorgio Baruchello prófessor við Háskólann á Akureyri, Jacob Dahl Rendtorff við Háskólann í Hróarskeldu og Asger Sørensen við Háskólann í Árósum. Útgefandi er Aarhus University Press.

Í bókinni fjalla 13 norrænir fræðimenn í hug- og félagsvísindum um: (A) félagslegar afleiðingar í pólitík nútíma samfélaga út frá siðferðislegum vangaveltum fremstu hugsuða 20. aldar (t.d. Michel Foucault og Jürgen Habermas); (B) mikilvægir réttarfarslegir og efnislegir þættir í lýðræði; og (C) mikilvægi siðferðislega og pólitískra málefna sem hagkerfið leiðir af sér.

Þetta er önnur bókin sem Giorgio ritstýrir fyrir útgáfuna, sú fyrri var Creation, Rationality and Autonomy. Essays on Cornelius Castoriadis (2013).

Sambíó

UMMÆLI