NTC

Gilfélagið 30 ára – Populus kvöld í Deiglunni 11. september

Gilfélagið 30 ára – Populus kvöld í Deiglunni 11. september

Hið merka menningarfélag og vaxtarbroddur Listagilsins, Gilfélagið verður 30 ára núna í haust. Því verður fagnað með röð viðburða sem munu endast inn á næsta ár. Fagnaðarerindið byrjar með tónleikum þar sem félagar handan götunar úr Populus Tremula, munu rísa úr dvala með fríðu föruneyti og halda uppá þessi tímamót í Deiglunni þann 11. september.

Laugardagskvöldið 11. september kl. 21:00 verður haldið skemmtikvöld í Deiglunni að hætti Populus Tremula. Tekið verður úr lás kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis meðal húsrúm og sóttvarnir leyfa.

Í boði verður fjölbreytt ljóða- og tónlistardagskrá. Fram koma:

  • Húsband Populus Tremula
  • Arna Valsdóttir
  • Jón Laxdal
  • Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir
  • Aðalsteinn Svanur Sigfússon
  • Viktor Daði Pálmarsson
  • Pönkband Populus
Sambíó

UMMÆLI