NTC

Gífurleg aukning sundlaugargesta í júlí og ágúst

Rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar eru vinsælar

Eftir opnun nýrra rennibrauta hefur orðið sprenging í aðsókn í Sundlaug Akureyrar. Á vikudagur.is er greint frá því að á þeim eina og hálfa mánuði sem nýju rennibrautirnar hafi verið opnar hafi sundlaugargestum fjölgað um 50% frá því á sama tíma í fyrra.

Samt sem áður er heildarfjöldi gesta á árinu um 32% færri en árið 2016. Ólafur Arnar Pálsson aðstoðarforstöðumaður sundlaugarinnar segi þetta skýrast nánast eingöngu af rennibrautarleysi

Eftir opnun rennibrautanna fjölgaði sundferðum um u.þ.b. 26.000 ferðir þennan eina og hálfa mánuð. Ólafur Arnar segir fjölgunina vera gríðarlega.

„Ljóst er í okkar huga að þessar nýju og glæsilegu rennibrautir draga að fólk bæði hér frá Akureyri og nærsveitum sem og af landinu öllu. Þær eru því mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu og verslun á svæðinu og munu verða það áfram á komandi árum,“ segir Ólafur Arnar við Vikudag.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó