Framsókn

Gestum Amtsbókasafnsins fjölgaði um þrjú prósent

Gestum Amtsbókasafnsins fjölgaði um þrjú prósent

Gestir Amtsbókasafnsins í fyrra voru 103.402 og fjölgaði um þrjú prósent frá árinu 2018. Þetta er annað árið í röð sem gestum fjölgar.

Heildarútlán ársins 2019 voru 152.930, eða að jafnaði átta á hvern íbúa Akureyrarbæjar, og er það sömuleiðis aukning um þrjú prósent milli ára.

Gaman er að segja frá því að útlán á spilum jukust um 137 prósent frá árinu á undan. Í fyrra var gjaldtöku fyrir mynddiska hætt og við það jukust útlán á mynddiskum um 76 prósent.  

Óhætt er að segja að Amtsbókasafnið sé á mikilli uppleið en starfsemin hefur þróast og breyst nokkuð á undanförnum árum. Auk þess að vera hefðbundið bókasafnið eru haldnir þar ýmsir viðburðir, sýningar og fyrirlestrar svo dæmi séu tekin. 

Á heimasíðu Amtsbókasafnsins hefur verið tekinn saman áhugaverður fréttaannáll fyrir árið 2019. 

VG

UMMÆLI

Sambíó