Gestir sungu sig hása á Tónaflóði í HofiMynd: RÚV

Gestir sungu sig hása á Tónaflóði í Hofi

Það var mikil stemning á Tónaflóði í Hofi á Akureyri um helgina. Guðrún Árny, Ágústa Eva, Magni, Sverrir Bergmann og Aron Can stigu á svið og gestir í salnum létu vel í sér heyra. Í spilaranum hér að neðan má sjá frábæran flutning Arons Can á laginu Ryðgaður dans.

Sumartónleikar RÚV og Rásar 2 eru haldnir í beinni útsendingu frá öllum landshlutum á föstudögum í sumar þar sem áhersla er lögð á þekkta íslenska tónlist. Á hverjum stað halda þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross. Ferðinni lýkur í Reykjavík á Menningarnótt.

Þú finnur Tónaflóð sýninguna úr Hofi í heild sinni hér í spilara RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó