Laugardaginn 28. október kl. 14-17 verður gestavinnustofa Listasafnsins á Akureyri opin, en þar hefur listafólkið Joseph Otto and Zoe Chronis dvalið undanfarnar vikur. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.
Þýski arkitektinn og teiknarinn Joseph Otto mun sýna klippimyndir úr ljósmyndum og stafrænar teikningar, skrautlegar myndir af ungu hamingjusömu fólki á fallegum stöðum að gleðjast á góðri stund. Listamaðurinn mun einnig kynna fyrstu drög að nýju verkefni.
Zoe Chronis vinnur um þessar mundir að tilraunakenndri vídeó-dagbók þar sem hún notar tilviljanakennt ferli: ný upptaka þurrkar út þá sem á undan var tekin upp. Listakonan er upphaflega frá Cincinnati, en bjó í átta ár í New York áður en hún flutti til Íslands á þessu ári.
UMMÆLI