Gestasýning Þjóðleikhússins er ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Gestasýning Þjóðleikhússins er ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Leikritið ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri 15. og 16. nóvember en sýningin er gestasýning Þjóðleikhússins.

„Ég er að skrifa gegn myrkrinu í heiminum,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir þegar hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir skáldsöguna Ör, sem kom út árið 2016.

Leikritið ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni.

Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Eða hvað á kona við þegar hún segir við karlmann að hann rekist utan í sjóndeildarhring hennar?

Leikarar eru Baldur Trausti Hreinsson, Guðrún Gísladóttir, Birgitta Birgisdóttir, Pálmi Gestsson og Hildur Vala Baldursdóttir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó