Gæludýr.is

Gengur til liðs við KA frá Þór

Gengur til liðs við KA frá Þór

Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Jóhann sem er 21 árs gengur til liðs við KA frá Þór og leikur í vinstra horni. Þetta kemur fram á vef KA.

KA menn styrktu sig vel í gær en hornamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson skrifaði einnig undir hjá liðinu og verður KA því vel skipað í hornunum næsta vetur.

Jóhann Geir þekkir vel til hjá KA en hann æfði með liðinu í yngriflokkum áður en hann skipti yfir í Þór þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Auk þess er faðir hans, Sævar Árnason, mikil KA kempa sem vann allt sem hægt var að vinna með félaginu á árunum 1996-2006 en rétt eins og sonurinn lék hann í vinstra horninu.

„Við bjóðum Jóhann velkominn í KA og hlökkum til að sjá til hans í horninu í gula búningnum á komandi vetri,“ segir á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó