Gengið úr myrkrinu í ljósið á laugardagsnóttMynd: Hilmar Friðjónsson.

Gengið úr myrkrinu í ljósið á laugardagsnótt

Gengið var úr myrkrinu í ljósið í fjórða sinn á Akureyri um helgina. Mæting var góð þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið það besta en gengið var af stað kl. 03.00 aðfaranótt laugardagsins. Pieta samtökin stóðu fyrir göngunni en hún er gengin í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.

Setning göngunnar á laugardaginn.

Tónlistarfólkið Gringló, Flammeus, Birkir Blær, Þórkatla og Daníel Andri komu fram í Café Laut áður en gengið var af stað við mikið lof þátttakenda. Hilmar Friðjónsson tók ljósmyndir á þessum fallega viðburði sem má sjá hér að neðan. Sjálfboðaliðar göngunnar vilja þakka öllum innilega sem sýndu þeim stuðning og sáu sér fært að mæta á þessa notalegu samverustund.

Hljómsveitin Gringló lagði sitt að mörkum fyrir viðburðinn og tóku nokkur lög:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó