Gellur sem mála sýna Ömmu í Deiglunni

Listaklúbburinn „Gellur sem mála“ heldur samsýninguna AMMA í Deiglunni á Akureyri 9.-10. des. 2017. Klúbburinn hefur starfað síðan í janúar 2016 en að honum standa ólíkir einstaklingar sem koma úr öllum áttum og styðja hvert annað í listsköpuninni.

Þema þessarar sýningar er einfaldlega AMMA þar sem hver og einn nálgast viðfangsefnið með sínum hætti. Klúbburinn kynnir sig og sýninguna á fésbókarsíðunni „Gellur sem mála í bílskúr“. Sýningin verður opin kl. 14:00-18:00 báða dagana.

„Þörfin fyrir að skapa sameinar okkur. Hópurinn sem að sýningunni stendur kynntist á námskeiði hjá Listfræðslunni veturinn 2015 – 2016 þar öndvegiskennararnir Billa og Guðmundur Ármann tóku okkur í fangið og kenndu okkur og fæddu,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðunni.

Meðlimir hópsins koma úr öllum áttum en sameinast í listsköpuninni:

Anna María Hjálmarsdóttir
Barbara Hjálmarsdóttir
Björgvin Kolbeinsson
Harpa Halldórsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir
Jónína Sigurðardóttir
Kristín Hólm
Líney Helgadóttir
Soffía Vagnsdóttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó