Akureyri Handboltafélag hefur ráðið nýjan þjálfara til starfa. Það er Geir Sveinsson, fyrrum atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður.
Geir er ráðinn til loka tímabilsins og verður staðan svo tekin í kjölfarið varðandi framhaldið. Hann hefur verið ráðinn í fullt starf og hefur þegar hafið störf. Geir stýrði sinni fyrstu æfingu þann 2.janúar síðastliðinn.
Geir hefur mikla reynslu úr þjálfun eftir að hafa þjálfað þýska stórveldið Magdeburg, Bregenz í Austurríki og nú síðast íslenska A-landsliðið. Hann hóf sinn þjálfaraferil hér á landi þegar hann þjálfaði uppeldisfélag sitt, Val.
Frétt akureyri-hand.is.
UMMÆLI