Gegnumslag í Vaðlaheiðargöngum í apríl?

Úr Vaðlaheiðargöngum Mynd:Óðinn Svan

Alls voru grafnir 88 metrar í Vaðlaheiðargöngum í síðustu viku. Heildarlengd ganganna er nú 6973 metrar eða 96,8% af heildarlengd. Eftir á að grafa 233 metra en með sömu framvindu og í síðustu viku má reikna með að um þrjár vikur séu eftir af gangnagreftri. Frá þessu er greint á Facebook-síðu ganganna.

„Með þessu áframhaldi má reikna með að gegnumslag náist í apríl,“ segir í tilkynningunni.

Þá er þess jafnframt getið að akstur með efni í flugvallarhlað sé hafinn að nýju og reiknað er með að í þessum áfanga verði um 5.000 rúmmetrum af efni keyrt í hlaðið.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó