Meðlimir sketsafélagsins SviMA í Menntaskólanum á Akureyri hafa verið iðnir við kolann undanfarin misseri en þeir gáfu nýverið út sinn fyrsta þátt á skólaárinu. Ásamt þættinum eru þeir búnir að gefa út 3 lög og 2 tónlistarmyndbönd.
Lögin eru öll pródúseruð af Hreini Orra Óðinssyni einum af meðlimum nefndarinnar. Hann hefur verið að gera tónlist í mörg ár með eldri bróður sínum Birki Blæ Óðinssyni sem hefur verið að vekja mikla athygli með góðri frammistöðu í Sænska Idolinu.
20.september síðastliðinn gáfu þeir út kynningarmyndband sitt sem kynnti til leiks alla meðlimi nefndarinnar fyrir skólaárið. 54 sekúndur inn í myndbandið tilkynna þeir landsmönnum að þeir séu „SviMA 21“ og í gang fer fyrsta lag ársins. Rapplag. Fyrsta rapplag í sögu nefndarinnar. Það fer ekkert á milli mála í myndbandinu að strákarnir eru alvöru stælóttir spaðar af nýja skólanum sem rappa í laginu um djammið, bíla og peninga.
Það dugði strákunum ekki að búa einungis til fyrsta rapplagið í sögu SviMA. Þeir ákváðu því að enda fyrsta þátt ársins á fyrsta rokklagi nefndarinnar líka. Lagið ber nafnið „Sex, Drugs & Rock n Roll“ en við lagið gerðu þeir epískt tónlistarmyndband þar sem þeir klæða sig upp sem rokkstjörnur og sýna okkur lífstílinn sem fylgir því.
SviMA þættir hafa oft verið umdeildir fyrir grófan og steiktan húmor en í ár er engin breyting á því. Í fyrsta þætti ársins eru fréttir, vakningar, viðtöl og annað skemmtilegt.
Nenfdina skipa Bergsveinn Ari Baldvinsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Birgir Valur Ágústsson, Davíð Már Guðlaugsson, Egill Elvarsson, Einar Ingvarsson, Einar Svanberg Einarsson, Helgi Hrafn Jónsson, Hreinn Orri Óðinsson, Jakob Franz Pálsson, Kári Gautason og Örvar Óðinsson(Ö).
UMMÆLI