Gefa Krabbameinsfélaginu afnot af íbúð í eitt árÓlöf Rún ásamt fulltrúum Krabbameinsfélagsins. Mynd: Facebooksíða Krabbameinsfélagsins.

Gefa Krabbameinsfélaginu afnot af íbúð í eitt ár

Hjónin Ólöf Rún Tryggvadóttir og Jón Garðar Sigurjónsson, sem saman reka fyrirtækið Leiguvík ehf. vildu láta gott af sér leiða og buðu Krabbameinsfélaginu afnot af íbúð í eigu fyrirtækisins í heilt ár, endurgjaldslaust. Skrifað var undir árs samning þess efnis í síðustu viku.

Íbúðin sem er í göngufæri við Landspítalann mun nýtast krabbameinssjúklingum sem búsettir eru á landsbyggðinni vel en oft þurfa þeir að dvelja tímabundið í höfuðborginni, vegna rannsókna eða krabbameinsmeðferða. Frábært framtak hjá þeim hjónum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó