Gæludýr.is

Geðlestin stoppar á Norðurlandi

Geðlestin stoppar á Norðurlandi

Geðlestin er farin af stað og ætlar að heimsækja skóla á Norðurlandi í vikunni. Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda.

Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Um er að ræða geðfræðslu fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Geðlestin verður á Akureyri og Stóru tjörnum 3. nóvember og á Húsavík, Þingeyjarsveit og Mývatnssveit 4. nóvember.

„Hver heimsókn fer þannig fram að fyrst er sýnt myndband, þá segir ungur einstaklingur frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, eftir það verða umræður og í lokin er stutt tónlistaratriði. Samtals tekur fræðslan um 50 mínútur. Heimasíða Geðlestarinnar hefur að geyma verkfæri sem standa nemendum, kennurum, forráðamönnum og öðrum til boða,“ segir í tilkynningu frá Geðhjálp.

„Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur,“ segir á heimasíðu Geðlestarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó