Gæludýr.is

Geðheilsa, lýðheilsa og fátækt

www.danielstarrason.com

Eitthvað hefur verið rætt um lýðheilsumálin í aðdraganda þessara blessuðu sveitastjórnarkosninga og einnig um geðheilbrigðismálin. Sumir hafa jafnvel verið það vel með á nótunum að benda á að geðheilbrigðismálin eru lýðheilsumál og að það verði að hafa þau í huga ef mann langar í raun að bæta lýðheilsu síns sveitarfélags. En lítið hefur verið talað um þessi tvö orð í samhengi við fátækt og þykir mér því mikilvægt að bæta þar úr.

Lýðheilsuumræða og aðgerðir á Íslandi hafa sett mest álag á tvennt;
Að hvetja fólk til aukinar hreyfingar og að vinna gegn óhollustu.

Hreyfingin er mikilvæg og það er lítið sem ekkert sem að ég get sagt í þeim efnum annað en að möguleikar fólks til þáttöku eru mismunandi og mætti taka betur tillit til þess.

Hinsvegar langar mig aðeins að renna yfir áherslurnar þegar kemur að því að spyrna við óhollustunni. Þetta gerum við einna helst með auknum álögum á tóbaki og áfengi með vilja sumra til að bætta sykurskattinum við í þá flóru.

Þessar auknu álögur hafa skilað minnkaðri sölu og er það vanalega notað til sönnunar þess að aðgerðir þessar virki sem skildi en það mætti þó benda á að fátækasta fólkið er líklegast til að kaupa þessar vörur og minnkuð sala er þá líklega einnig vegna þess að krónurnar duga skemur en áður.

Hvernig væri að í stað þess að hækka álögurnar þá verði skoðað hvers vegna fátækara fólk er líklegra til þess að kaupa sér óhollustu. Það eru margir sem að hafa þá skoðun að um vanþekkingu eða lélegt gáfnafar sé að ræða en rannsóknir sýna fram á allt annann raunveruleika. Fólk sem býr við fátækt lifir nefnilega í viðvarandi álagsástandi. Það lifir við óöryggi og streitu.

Alþjóðlegar rannsóknir á fátækt og reykingum hafa leitt í ljós að fátækt grefur undan sjálfstrausti og einnig sjálfsstjórn og þá skiptir litlu hvort að einstaklingur var fæddur inn í sína stöðu í samfélaginu eða hvort að hann hafi orðið fátækur seinna á ævi sinni.

Einnig sýna rannsóknir að þegar að fólk losnar úr viðjum fátæktar, eða bara losnar við sinn stærsta streituvald sem fátækur einstaklingur, þá breytast oftast matarvenjur til hins betra og neysla tóbaks, áfengis og annara vímugjafa minnkar.

En það er ekki bara sykurneyslan og áfengisneyslan sem verður fyrir áhrifum fátæktar.
Geðheilbrigðismálin líka.

Það er mjög þarft að greina þunglyndi og kvíðaraskanir fyrr og veita viðhlítandi aðstoð eins snemma og hægt er svo að þessir sjúkdómar taki ekki frá okkur fleira fólk, en ég legg það til að við reynum líka að koma í veg fyrir að fólk veikist til að byrja með.

Þegar kemur að þunglyndi og kvíðaröskunum þá eru áhrif allskonar áfalla vel rannsökuð. Eðli málsins samkvæmt hafa flestar rannsóknir skoðað afleiðingar af alvarlegum áföllum eins og ofbeldi en einnig hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á áhrifum smærri áfalla eins og dauða í fjölskyldunni, skilnaði foreldra, einelti og húsnæðismissi.

Erfið eða endurtekin áföll geta steypt fullfrísku og fullorðnu fólki í þunglyndi, en áhrif áfalla í barnæsku gera okkur mikið viðkvæmari fyrir framtíðaráföllum jafnvel ef við sleppum frá þeim án kvilla. Það sleppur enginn með öllu óskaddaður frá alvarlegum áföllum.

Fyrir tíu árum síðan gekk hér yfir mikið áfall í formi hruns. Fjöldi fjölskylda upplifði erfið tímabil þar sem að fjárhagurinn gekk ekki lengur upp. Margir misstu heimili sín og umfjöllun í öllum fjölmiðlum snérist um þá krísu og þá óvissu sem að hér varð.
Börnin okkar sem að gengu í gegnum þetta áfall með okkur eru nú táningar og ungt fullorðið fólk.

Jafnvel á þeim heimilum þar sem að foreldrar gerðu allt rétt, héldu húsnæði sínu, náðu að skrapa saman og sleppa fyrir horn, varð til tímabundið streituástand. Við vitum það við foreldrar að jafnvel ef við gerum okkar allra besta þá getum við ekki komið í veg fyrir að börnin okkar finni fyrir því að það er streita á heimilinu.

Þau finna þetta, jafnvel ef þau skilja það ekki.

Það hefur einnig verið umtalsverðar nýlegar rannsóknir á áhrifum skorts í barnæsku.
Þegar að barn elst upp við skort verða til breytingar á möndli í heilanum en það er sá hluti sem að ber ábyrgð á viðbrögðum okkar við ógnunum, hvort við stöndum og berjumst, flýum eða frjósum. Þessar breytingar á heilum barna gerir það mikið líklegra að þau verði að þunglyndum einstaklingum.

Skortur skapar óöryggi. Fólk sem að upplifir sig stöðugt óöruggt, eins og ekkert megi bera útaf, eins og það séu ekki lausnir í boði, lifa í viðbragðsstöðu, og þetta viðvarandi álag sem að þetta streituástand skapar veldur ekki bara andlegum kvillum heldur einnig líkamlegum.
Stoðkerfis vandamál, meltingar vandamál og fleira er ekki óalgengt meðal fólks sem að lifir í óöryggisástandi.

Að lifa við stöðugann skort og/eða stöðugt óöryggi veldur einnig miklum kvíðaeinkennum og hafa sálfræðingar jafnvel gengið svo langt að telja að fátæktin sjálf sé algengari orsakavaldur kvíða en undirliggjandi sjúkdómar.

Þetta þekki ég á eigin skinni.

Þunglyndið espist upp og kvíðinn magnast upp þegar mánaðamót nálgast ekki bara vegna þess að ég á kanski ekki mat út mánuðinn heldur veit ég alltaf að tekjurnar duga skammt og það að þurfa að horfa á þá örfáu aura sem að eru eftir, ef einhverjir, eftir að búið er að borga reikningana svo að maður verði ekki heimilislaus, og vita að enn einn mánuðinn verður matur af skornum skammti er ákveðið áfall sem að verður aldrei auðveldara að verða fyrir.
Það er erfitt að finna sér ástæðu til þess að halda áfram þessu basli þegar að staðan virkar alltaf jafn vonlaus og þó bý ég svo vel að fá aðstoð eiginmannsins míns og á bæði barn og hunda sem að veita mér tilgang og ábyrgðartilfinningu sem að hefur haldið í mér lífinu hingað til.

Sá hópur öryrkja sem að stækkar hraðast í dag eru svo ungir karlmenn með þunglyndis og kvíðasjúkdóma. Þegar þeir hafa svo á annað borð orðið öryrkjar af þessum völdum eiga þeir til að festast í fátæktargildruni sem að fylgir örorkunni með svo meðfylgjandi streitu og óöryggi sem að espa upp einkenni beggja kvilla. .

Ef að við svo skoðum orsakavalda og áhættuvaka hvað varðar fíkn þá kemur upp svipuð mynd. Stærstu áhættuþættir sem að hafa áhrif á tíðni fíknar eru viðvarandi skortur, fátækt og undirliggjandi kvíða og þunglyndiskvillar.

Vímuefni gefa nefnilega því miður oft mestu mögulegu ánægjuna fyrir minnsta mögulega peninginn.

Fátækt er því klárlega lýðheilsuvandamál.

En það er hægt að minnka áhrif hennar. Það er hægt að létta á þessu stöðuga óöryggi og aðstoða fólk til þess að finna jafnvægi, til að byrja bataferli og til þess að koma í veg fyrir að fleiri falli í valinn.

Bara það að ganga úr skugga um að íslendingar búi við húsnæðisöryggi, að ekkert okkar þurfi að lifa í því óöryggi að upplifa stöðugann ótta við að lenda á götunni, eða í því óöryggi að vera komin á götuna, myndi gera gífurlega mikið fyrir okkur öll.

Almennileg langtímalausn í þessum efnum er náttúrulega stórfelld uppbygging á félagslegu húsnæði og ég geri mér alveg grein fyrir því að það tekur talsverðann tíma. En við þurfum að skoða skammtímalausnir í millitíðinni til að bregðast við brýnustu þörfinni. Ódýr einingarhús eða jafnvel gámahús gætu þar brúað bilið þar til að vandamálið er með öllu leyst með sóma.

Ef að við síðar gætum svo bætt úr betur og tryggt að ekkert okkar þurfi að búa við mataróöryggi heldur þá erum við í ágætum málum.

Þúsundir Íslenskra barna lifa við skort í dag.
Tökum ákvörðunina, skuldbindum okkur að laga þetta og byrgjum brunninn.

Það er ekki bara rétt heldur ódýrara til lengri tíma litið.

Höfundur skipar 3.sæti á lista Pírata á Akureyri í sveitastjórarkosningunum.

Greinin byggir á eftirfarandi efni:
https://link.springer.com/article/10.1007%2Fs10560-012-0263-3
https://www.independent.co.uk/news/science/depression-anxiety-genes-epigenetic-changes-dna-poverty-a7047201.html
http://www.nber.org/chapters/c11165.pdf
https://corporate.dukehealth.org/news-listing/childhood-economic-status-affects-substance-use-among-young-adults
http://www.ijens.org/99610-1212%20IJBAS-IJENS.pdf
https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/unicef_rbai.skyrsla.2016_vef_2.pdf
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0049089X06000573
http://www.jstor.org/stable/2095905?seq=1#page_scan_tab_contents
https://academic.oup.com/sw/article-abstract/46/3/256/1907296
https://link.springer.com/article/10.1023/A:1010353711369
https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-child-psychology-and-psychiatry-and-allied-disciplines/article/effects-of-poverty-on-academic-failure-and-delinquency-in-boys-a-change-and-process-model-approach/F6EDEAB7474D9FB37A1C0A34739D2AEE

https://scholar.google.is/scholar?start=10&q=poverty+tobacco+research&hl=en&as_sdt=0,5&as_vis=1
http://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/116428/EMRPUB_2004_EN_773.pdf;jsessionid=53DC2C96CC840C0E0641D6732F5378B1?sequence=1
https://academic.oup.com/ntr/article-abstract/14/9/1092/1273647
https://pophealthmetrics.biomedcentral.com/articles/10.1186/1478-7954-12-5
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3809729/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5117481/
http://pediatrics.aappublications.org/content/118/3/e859?submit_y=11&submit_x=69&gca=118%252F3%252Fe859&sso=1&sso_redirect_count=1&nfstatus=401&nftoken=00000000-0000-0000-0000-000000000000&nfstatusdescription=ERROR%3a+No+local+token
https://www.jaacap.org/article/S0890-8567(10)00202-9/abstract
https://academic.oup.com/jn/article/137/9/2160/4664890
https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/1469-7610.00037
https://ajph.aphapublications.org/doi/abs/10.2105/AJPH.2009.180943
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4679128/
https://scholarworks.wmich.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=3714&context=jssw

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó