Gæludýr.is

Gauksmýri valið fyrirtæki ársins og Bjórböðin valin sem besti sprotinn

Verðlaunahafar

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í Mývatnssveit á fimmtudaginn síðastliðinn, þar sem Mývetningar tóku á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og sýndu þeim allt það helsta í ferðaþjónustu í sveitinni. Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður í Skjólbrekku í Mývatnssveit, þar sem árlegar viðurkenningar Markaðsstofunnar voru veittar.

Að þessu sinni fékk fyrirtækið unga, Bjórböðin, frá Árskógssandi viðurkenningu sem Sproti ársins. Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Í flokknum Fyrirtæki ársins varð Gauksmýri í Húnaþingi vestra fyrir valinu. Viðurkenningin Fyrirtæki ársins er veitt fyrirtæki sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Fyrirtækið hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun og er með höfuðstöðvar á Norðurlandi.

Að lokum fékk Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogafjósi, Mývatnssveit, Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Viðurkenninguna fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi fær einstaklingur sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.

Nánar má lesa um fyrirtækin og verðlaunin hér.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó