Úrslitakeppni er nýlokið og Kokkur ársins 2018 er Garðar Kári Garðarsson.
Efstu þrjú sætin voru sem hér segir:
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélaginu
Eftirfarandi eru keppendur í úrslitum sem kepptu um titilinn Kokkur ársins 2018:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélaginu
Keppnin fór fram í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdust með í allan dag þar sem kokkarnir elduðu keppnismáltíðina í IKEA eldhúsum með hráefni frá Nettó. Lokaspretturinn fór fram samhliða keppninni þar sem veisla og skemmtun var haldin fyrir gesti sem tryggðu sér miða á Kokkalandsliðskvöldverðinn. Keppendur háðu svo harða baráttu um titilinn eftirsótta. 11 manna dómnefnd sá um val sigurvegarans. Yfirdómari var Christopher W. Davidsen frá Noregi en borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B Eggertsson, krýndi svo Kokk ársins 2018 í lok kvöldsins.
Christopher, yfirdómari, er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni þekktu Bocuse d‘Or keppni. Hann hafði þetta um keppnina að segja: „Það er greinilegt að keppendur koma vel undirbúnir til leiks og samkeppnin er hörð, ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokkum fyrir þeirra framlag og er sérstaklega hrifinn af Garðari Kára sem kom og heillaði dómnefndina með sínum flotta mat og faglegu vinnubrögðum. Ísland er hágæða matarland og íslenskir kokkar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði svo sem í alþjóðlegum matreiðslukeppnum“.
UMMÆLI