Listasafnið

Gámur fauk við Leirubrú

Gámur fauk við Leirubrú

Gámur á vegum Eimskip fauk í hvassviðrinu á Akureyri í morgun. Flutningabíll félagsins var á leið með gáminn til Akureyrar þegar festingar sem halda áttu gámnum gáfu sig með fyrrgreindum afleiðingum.

Gámurinn hafnaði á hvolfi ofan á vegriði eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

Kaffið hafði samband við starfsmann Eimskip sem sagði gáminn ekki verða fjarlægðan fyrr en vind lægir.

Sambíó
Sambíó