Gamla heilsugæslustöðin komin á sölu

Gamla heilsugæslustöðin komin á sölu

Fram­kvæmdasýslan – Ríkis­eignir (FSRE) hefur sett gömlu heilsugæslu­stöðina á Akur­eyri, Hafnar­stræti 99-101, á sölu ásamt öllu því sem eigninni fylgir.

Á vb.is kemur fram að upp­haf­lega hafi húsið verið byggt árið 1961 sem deilda­skipt verslunar­miðstöð með inn­gangi á 5. hæð við Gils­bakka­veg og á 1. hæð við Hafnar­stræti 97. Birt stærð er 1.926,5 fermetrar. Eignar­hluturinn er á fjórum hæðum ásamt tveimur lyftum, hvor í sínum stiga­ganginum, og vöru­lyftu sem er samnýtt með öðrum í húsinu. Fasteignamat er 339,7 milljónir en ríkið óskar eftir tilboðum.

Húsið þarfnast viðhalds að utan en hefur fengið ágætis viðhald að innan.

„Eign á besta stað, miðsvæðis á Akur­eyri og spennandi verk­efni fyrir verk­taka eða lag­henta að gera eignina íbúðar­hæfa eða fyrir aðra starf­semi,” segir í fast­eigna­aug­lýsingu ríkisins.

Nánar á vef Viðskiptablaðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó