Á morgun, laugardag opnar fyrirtækið ART AK gallerý og vinnustofur fyrir listamenn. Við opnunina verður myndlistarsýning, sem er jafnframt sölusýning, á verkum sextán norðlenskra listamanna.
ART AK verður ekki bara vinnustofa og gallerý heldur verður fjölbreytt starfsemi í húsinu. Viðburðir, gjörningar, listamannaspjall fyrir hópa, örnámskeið, listaverkauppboð og listaverkaleigu er meðal þess sem starfrækt verður á vegum fyrirtækisins.
Það er listakonan Thora Karlsdóttir sem stendur á bak við fyrirtækið en hún hefur verið mjög áberandi í listalífi Akureyrar í mörg ár. ART AK verður til húsa að Strandgötu 53 þar sem áður var verslunin Sjóbúðin. Opið verður kl. 13-18 föstudaga, laugardaga og sunnudaga fram að jólum.
UMMÆLI