Gæludýr.is

Gagnaver gæti risið á Akureyri

Gagnaver gæti risið á Akureyri

Akureyrarbær hefur vinnu að deiliskipulagi með það fyrir augum að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef fréttastofu RÚV.

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar þann 15. september síðastliðinn var lagt fyrir erindi atNorth ehf varðandi möguleika á lóð við Hlíðarfjallsveg fyrir byggingu gagnavers. Fyrirtækið óskar eftir að fá úthlutað eins hektara lóð með forgangsrétt á nærliggjandi lóðum til stækkunar.

Umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði sem ætlað er fyrir hreinlega umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Að sögn Péturs Inga Haraldssonar, sviðstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, fellur gagnaver ágætlega undir ákvæði aðalskipulagsins. 

Skipulagsráð samþykkti að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær til athafnasvæðisins með það að markmiði að þar verði hægt að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers í samræmi við meðfylgjandi erindi.

Til þessa hefur Eyjafjarðarsvæðið ekki þótt hentugt fyrir orkufreka starfsemi á borð við gagnaver. Með tilkomu Hólasandslínu 3 sem verið að að leggja milli Rangárvalla á Akureyri og nýs tengivirkis á Hólasandi, breytist staða mála varðandi raforku á línuleiðinni sem er innan fjögurra sveitarfélaga, þar á meðal Akureyrarkaupstaðar.

Lestu umfjöllun RÚV í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI