Þó nokkur fyrirtæki í bænum og víðar á landinu hafa lagt sitt að mörkum undanfarið í baráttunni við covid-19 með því að styðja við við bakið á fólkinu í framlínum með ýmsum gjöfum eða gjörningum.
Eitt þeirra fyrirtækja er Mjólkursamsalan MS sem kom færandi hendi á Slökkviliðsstöðina á Akureyri með nokkra kassa af orku fyrir fólkið á vaktinni. Slökkviliðið var hæst ánægt með gjöfina og lýsti þökkum sínum á Facebook.
UMMÆLI