Gáfu Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna

Gáfu Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna

Á árinu 2024 gáfu Hollvinir Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna. Gjafirnar bæta starfsaðstöðu starfsfólks SAk og gerir þeim kleift að bæta þjónustu við sjúklinga. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Sjúkrahússins í dag.

„Gjafirnar skipta sköpum fyrir starfsemina og sýna í verki hversu mikilvægt sjúkrahúsið er í augum samfélagsins okkar,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og tengiliður við Hollvini á vef Sjúkrahússins á Akureyri, sak.is. 

Tenglar á nánari upplýsingar: 

„Sjúkrahúsið á Akureyri hvetur alla sem vilja styðja við starf sjúkrahússins að gerast Hollvinur. Árlegt styrktar- og árgjald er 6.000 kr. og er innheimt í maí með greiðsluseðli í heimabanka. Einnig taka samtökin við frjálsum framlögum. Saman gerum við gott betra,“ segir á vef SAk.

Smellið hér til að gerast Hollvinur.

Sambíó
Sambíó