NTC

Gáfu rúmlega tvær milljónir á afmælisdegi BaldvinsGöngudeild SAk færð góð gjöf á afmælisdegi Baldvins 15. janúar. Mynd: Facebook/Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar.

Gáfu rúmlega tvær milljónir á afmælisdegi Baldvins

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar gaf veglegar gjafir þann 15. janúar sl. í tilefni af afmælisdegi Baldvins heitins. Eins og Kaffið greindi frá fyrir helgi var Glerárskóla gefin Canon Myndavél og Marshall ferðahátalara, en Baldvin var nemandi við Glerárskóla frá 4. bekk og þar til hann útskrifaðist úr 10. bekk.

Gestur Arason, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þórs og Gísli Gunnar Oddgeirsson, framkvæmdarstjóri Magna, tóku við nuddbyssunum fyrir hönd sinna félaga. Mynd: Facebook/Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar.

Áður en fulltrúar sjóðsins gáfu gjafir til Glerárskóla var komið við á göngudeild SAk og henni gefin meðferðarstóll að verðmæti 830.000 kr. en Baldvin dvaldi á göngudeildinni í sinni meðferð á sínum tíma.  

Sama kvöld, var Minningarleikur Baldvins haldinn í Boganum, þar sem Þór og Magni áttust við, en Baldvin spilaði með báðum liðum á sínum tíma. Í hálfleik var leikmannahóp beggja liða færður þakklætisvottur fyrir sína þátttöku í leiknum þegar allir leikmenn fengu nuddbyssu að gjöf.

Leikmenn Þór og Magna eftir minningarleikinn. Mynd: Facebook/Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar.

Í hálfleik var þess að auki veittur peningastyrkur til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi, að upphæð 1.000.000 króna. Styrkurinn kemur til með að verða nýttur í að efla íþrótta- og tómstundastyrk Hetjanna.

Úthlutunin á þessum afmælisdegi Baldvins, í minningu hans, nam því í heild sinni 2.120.000 krónum.

Valdís Anna Jónsdóttir tók við styrk fyrir hönd Hetjanna, félagi langveikra barna á Norðurlandi. Mynd: Facebook/Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar.
VG

UMMÆLI