Gáfu fæðingardeildinni rúmlega milljónValgerður Anna Jónsdóttir afhenti fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri rúmlega milljón króna, fyrir hönd hópsins Mömmur og möffins.

Gáfu fæðingardeildinni rúmlega milljón

Hópurinn Mömmur og möffins stendur árlega fyrir viðburði í Lystigarðinum á Akureyri um verslunarmannahelgina, þar sem seldar eru glæsilegar og gómsætar möffins sem mömmurnar hafa unnið hörðum höndum að baka dagana áður. Allur ágóðinn rennur ævinlega til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri en tekist hefur ótrúlega vel að selja kökurnar og alltaf hækkar upphæðin milli ára. Þetta var í áttunda sinn sem viðburðurinn er haldinn og hafa samtals um 5,5 milljónir safnast á þessum árum með möffinssölu og upphæðin runnið óskipt til fæðingardeildarinnar, að undanskildu einu ári þar sem upphæðin fór til Lyflækningardeildarinnar.

Í ár seldust í kringum 2300 möffins en þær örfáu möffins sem eftir stóðu voru gefnar til sjúklinga og starfsmanna sjúkrahússins. Í gær var síðan ágóðinn afhentur fæðingardeildinni en alls safnaði hópurinn 1.045.980 kr. en aldrei hefur safnast jafn há upphæð og í ár. Fyrir þessa upphæð getur fæðingadeildin keypt nýjan hjartsláttarmonítor, sem sannarlega veitir af. Algjörlega frábært framtak hjá þessum glæsilega hóp.

Rúmlega tvö þúsund möffins seldust á nokkrum klukkutímum um verslunarmannahelgina. Mynd: Facebook-síða mömmur og möffins.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó