NTC

Gáfu allt þjórfé til Björgunarsveitarinnar

Hressir strákar úr Hjálparsveitinni Dalbjörgu á Akureyri Fish and Chips

Veitingastaðurinn Akureyri Fish and Chips styrkti Hjálparsveitina Dalbjörgu á Akureyri á dögunum með því að gefa allt þjórfé sem staðurinn þénaði í sumar til þeirra.

Á mánudaginn sóttu tveir af hjálparsveitarmönnum Dalbjargar þjórfésbaukana á staðnum. Í sumar var mikið að gera á staðnum og allt þjórfé sem kom inn rann óskipt til björgunarsveitarinnar. Mennirnir gengu út með tæplega hundrað þúsund krónur í baukunum.

Frábært framtak hjá Akureyri fish and chips og mun þessi peningur eflaust nýtast vel í störfum björgunarsveitarinnar

Sambíó

UMMÆLI