Framsókn

Gaf fátækri fjölskyldu mat og jólatré – „Hlúum að þeim sem þess þurfa“

Friðgeir Bergsteinsson

Friðgeir Bergsteinsson

Húsvíkingurinn Friðgeir Bergsteinsson er svo sannarlega með hjartað á réttum stað en undanfarin ár hefur hann verið duglegur að leggja hinum ýmsu aðilum lið, sem á þurfa að halda. Um helgina ákvað Friðgeir að færa fjölskyldu í Hvalfirði veglega matarkörfu og jólatré en hann hafði fengið ábendingu um að fjölskyldan þyrfti á aðstoð að halda.

Gjöfin nýttist afar vel og var heimilsfólk djúpt snortið þegar Friðgeir bankaði uppá. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Friðgeir hjálpar fólki í vanda.

Árið 2012 gaf ég út geisladisk um minningar um vin minn Sigurstein Gíslason fótboltahetju. Næstu tvö ár á eftir hélt ég styrktartónleika til styrktar fólki sem eiga við geðræn vandamál að stríða og svo á síðasta ári styrkti ég góða vinkonu sem fékk blóðtappa,” sagði Friðgeir í samtali við Kaffið.is

Friðgeir hefur fengið góð viðbrögð frá fólki í kringum sig en hann hefur haft það mottó í lífinu að njóta hvers dags og hugsa vel um þá sem minna mega sín.

Taktu hvern dag í þessu lífi og lifðu honum sem gjöf, gerðu hann betri, búðu til skemmtilegar minningar og njóttu. Sýndu væntumþykju og hlúðu að þeim sem þess þurfa. Vertu þú sjálfur og komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig og vertu sá sólargeisli í lífinu sem þú vilt vera! Lifðu með enga eftirsjá og lifðu alla daga eins og hann sé þinn síðasti,” segir Friðgeir að lokum.

VG

UMMÆLI

Sambíó