Gæludýr.is

Gaf blóð í hundraðasta skipti

Gaf blóð í hundraðasta skipti

Tryggvi Þór Gunnarsson, fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, gaf í vikunni blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í hundraðasta skipti. Tryggvi hefur því gefið 45 lítra af blóði í Blóðbankanum.

„Við þökkum honum fyrir allar gjafirnar og óskum honum til hamingju með árangurinn,“ segir í tilkynningu frá Blóðbankanum Glerártorgi.

Blóðbankinn á Glerártorgi er opinn frá klukkan 8 til klukkan 15 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum og frá klukkan 10 til 17 á fimmtudögum. Bankinn er lokaður á föstudögum og um helgar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó