NTC

Fyrstu tölur úr NorðausturkjördæmiMynd: RÚV

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi eru komnar í hús. 3000 atkvæði hafa verið talinn og Framsóknarflokkurinn er stærstur í kjördæminu samkvæmt fyrstu tölum.

Samkvæmt þessum tölum hlýtur Framsóknarflokkurinn þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin tvo. Vinstri Græn og Flokkur fólksins fá einn þingmann og Miðflokkurinn jöfnunarþingmann.

Fyrstu tölur:

B – Framsóknarflokkur – 21,6%

C – Viðreisn – 5,8%

D – Sjálfstæðisflokkur – 19%

F – Flokkur fólksins – 10,5%

J – Sósíalistaflokkur Íslands – 2,7%

M – Miðflokkurinn – 6,2%

O – Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn – 0,2%

P – Píratar – 4,3%

S – Samfylkingin -14,7%

V – Vinstri græn – 12,1%

Sambíó

UMMÆLI